Mannlegi millistjórnandinn

Þekktu sjálfan þig og fólkið þitt

​Mér finnst að allir millistjórnendur ættu að fara á svona námskeið.

Námskeiðið hefur verið mér mjög gagnlegt og eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda í mínu starfi.

Markmið námskeiðsins er að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. Lögð er áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt.


Lota #1 - Þekktu sjálfan þig. Einstaklingsviðtöl og orkustjórnun

Stjórnendur fylla út mat fyrir námskeiðið. Daginn fyrir fyrstu vinnustofu eða að morgni fyrsta dags hittir ráðgjafi stjórnendur í einstaklingsviðtali og túlkar niðurstöður matsins. Mikilvægir styrkleikar og veikleikar eru auðkenndir og markmið sett um það sem stjórnandi vill efla og styrkja í sínu fari.

Á vinnustofu um orkustjórnun (4 kls ) er farið yfir hvernig stjórnandinn getur nýtt orkustjórnun til að auka gæði vinnunnar, afköst og framlegð og um leið aukið starfsgleði og stuðlað að auknu heilbrigði sínu og sinna starfsmanna. Farið er yfir helstu þætti orkustjórnunar og hvernig er hægt að nýta þá til að auka daglega orku.

 

Lota #2 - Stjórnun fólks: mannauðsstjórnun - 4 kls

Önnur lotan (4 kls.) fjallar um hlutverk millistjórnandans og dagleg viðfangsefni hans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína auk þess að efla þá við að taka á erfiðum starfsmannamálum. 

 

Lota #3 - Árangursríkari samskipti - 4 kls 

Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Farið yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt og unnið með sjálfstraust þátttakenda og sjálfsuppbyggingu.

 

Lota #4 - Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta - 4 kls 

Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla. Áhersla er lögð á þjónandi forystu.

Hagvangur er nú þegar í samstarfi við SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða um Mannlega millistjórnandann. Vornámskeið stendur nú yfir á Akureyri og fyrirhuguð eru námskeið í Eyjafirði, á Vesturlandi og Vestfjörðum í haust. Stefnt á að halda námskeiðið í fleiri landshlutum í haust.

 
Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur eða í síma 857 1169 og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@hagvangur.is eða í síma 697 3325.