Mannlegi millistjórnandinn

Þekktu sjálfan þig og fólkið þitt

Námskeiðið var í alla staði frábært! Fyrir mig sem nýliða í stjórnun gerði þetta heilmikið fyrir mig og hefur hjálpað mér
að takast á við ýmis verkefni með meiri staðfestu og öryggi. En ég lærði ekki bara um stjórnun heldur einnig heilmikið
um mig sjálfa. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að stjórnunarhlutverki á einhvern hátt.

Markmið námskeiðsins er að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. Lögð er áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt.

Mannlegi millistjórnandinn er afar fróðlegt og skemmtilegt námskeið. Kennararnir algjörlega frábærir, lifandi og
áhugasamir um að koma námsefninu virkilega vel til skila.


Lota #1 - Þekktu sjálfan þig. Orkustjórnun

Á vinnustofu um orkustjórnun (4 kls ) er farið yfir hvernig stjórnandinn getur nýtt orkustjórnun til að auka gæði vinnunnar, afköst og framlegð og um leið aukið starfsgleði og stuðlað að auknu heilbrigði sínu og sinna starfsmanna. Farið er yfir helstu þætti orkustjórnunar og hvernig er hægt að nýta þá til að auka daglega orku.

 

Lota #2 - Stjórnun fólks: mannauðsstjórnun - 4 kls

Önnur lotan (4 kls.) fjallar um hlutverk millistjórnandans og dagleg viðfangsefni hans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína auk þess að efla þá við að taka á erfiðum starfsmannamálum. 

 

Lota #3 - Árangursríkari samskipti - 4 kls 

Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Farið yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt og unnið með sjálfstraust þátttakenda og sjálfsuppbyggingu.

 

Lota #4 - Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta - 4 kls 

Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla. Áhersla er lögð á þjónandi forystu.

Hagvangur er nú þegar í samstarfi við SÍMEY og Fræðslumiðstöð Vestfjarða um Mannlega millistjórnandann og stefnt er á að halda námskeiðið á fleiri landssvæðum í haust.

Næstu námskeið: 

  • Akureyri. 5. september - 28. nóvember 2017. Fjórar hálfsdags vinnustofur.
  • Reykjavík. 6. september - 4. október 2017.  Tvær heilsdags vinnustofur.
  • Ísafjörður. 7. september - 5. október 2017. Tvær heilsdags vinnustofur. 
Skráning og nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur eða í síma 857 1169 og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@hagvangur.is eða í síma 697 3325.