Verkefnastjóri - Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfsstöðin er í Borgarnesi, en í starfinu felast fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum um allt Vesturland. Viltu vera með okkur og sækja fram?

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar
 • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun
 • Úttekt á sí- og endurmenntun innan fyrirtækja og gerð símenntunaráætlana
 • Uppbygging á samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu
 • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu
 • Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar og/eða menntavísinda
 • Víðtæk reynsla sem nýtist í starfi
 • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér tækninýjungar

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur tvær starfsstöðvar á Vesturlandi – á Akranesi og í Borgarnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. www.simenntun.is

Umsóknarfrestur til: 26. janúar 2020
Sækja um