Gæðastjóri - VIRK

VIRK óskar eftir að ráða gæðastjóra til starfa. 

Gæðastjóri mun leiða gæðamál og aðferðarfræði straumlínustjórnunar með starfsfólki VIRK. Meginverkefnin eru þróun og stýring á gæðakerfi VIRK ásamt því að greina og innleiða umbótastarf út frá aðferðarfærði LEAN. Gæðastjóri mun heyra beint undir framkvæmdastjóra VIRK.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Rekstur, þróun og viðhald gæðakerfis
 • Skjalastýring
 • Umsjón með innri úttektum
 • Þátttaka í umbótastarfi
 • Greina aðgerðir og ferli út frá aðferðafræði LEAN og aðstoða við innleiðingu umbóta
 • Ábyrgð á ferli tilvikaskráninga
 • Þjálfun starfsmanna og upplýsingagjöf í málaflokknum

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Menntun og reynsla á sviði gæðamála
 • Góð þekking á aðferðarfræði straumlínustjórnunar og reynsla af árangursríkri innleiðingu hennar
 • Afburða greiningarhæfni
 • Drifkraftur og einlægur áhugi á umbótum
 • Sannfæring, einstök samskiptahæfni og lausnamiðuð hugsun
 • Frumkvæði, metnaður og fagmennska
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum samhliða teymisvinnu
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í rituðu og töluðu máli

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK veitir þjónustu í samstarfi við fagaðila, vinnustaði, stéttarfélög, lífeyrissjóði og stofnanir um allt land. VIRK sinnir forvörnum, þróunarverkefnum og fræðslu með það að markmiði að auka þátttöku einstaklinga

á vinnumarkaði.

VIRK er fyrirmyndar vinnustaður þar sem lögð er áhersla á vellíðan og árangur starfsmanna. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Upplýsingar veitir:

Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Umsóknarfrestur til: 20. janúar 2020
Sækja um